Dómnefnd

Hver er í dómnefnd?

Vefakademían er á hverju ári skipuð einstaklingum með sérþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum sem taka að sér að velja þá vefi sem hljóta Íslensku vefverðlaunin. Dómnefndina skipa 7 aðilar sem starfa innan vefiðnaðarins, auk varamanna.

Breiður hópur sérfræðinga

Leitast er við að hafa hópinn sem breiðastan þannig að reynsla og þekking á ólíkum sviðum sé sem mest. Litið er sérstaklega til þekkingar á viðmóti, vefhönnun, markaðssetningu á netinu, forritun, vefumsjón, vefstjórnun, og fleiri þátta er lúta að störfum innan vefiðnaðarins.

Hlutleysi dómnefndar

Mjög strangar reglur gilda um störf dómnefndar. Ef aðili í dómnefnd er tengdur vef sem er tilnefndur til verðlauna, þá má sá hinn sami ekki taka þátt í umræðu um þann vef og situr hjá á meðan aðrir dómnefndaraðilar fara í ítarlega í saumana og velta upp kostum og göllum. Eftir atvikum eru varamenn kallaðir til.

Tilnefningar

Ef þið hafið sérfræðiþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum eða vitið af slíkum einstaklingum þá hvetjum við ykkur til að senda inn tilnefningar í dómnefnd. Ekki er skilyrði að viðkomandi sé meðlimur í SVEF.

Tekið er á móti tilnefningum í dómnefnd í lok hvers árs, og tekur hún formlega til starfa strax og lokað hefur verið fyrir innsendingar verkefna.

Dómnefnd

Dómnefnd verður kynnt til leiks eftir að störfum hennar líkur.

Dómnefnd

Formaður dómnefndar var María Ásdís Stefánsdóttir, vefstjóri Háskóla Íslands. Auk hennar sátu í dómnefnd:

  • Aðalgeir Arnar Jónsson a.k.a Alli Metall, hönnuður hjá Meniga
  • Alison MacNeil, vörustjóri hjá Meniga
  • Jónatan Arnar Örlygsson, Verkefnastjóri vefþróunar hjá Tækniskólanum
  • Kristján Ingi Mikaelsson, tækniþróunarstjóri hjá Watchbox
  • Magnús Davíð Magnússon, forritari hjá Ueno
  • Magnús Þór Bjarnason, hönnuður hjá Hugsmiðjunni
  • Ragnar Þór Valgeirsson, forritari hjá Aranja

auk varamanna:

  • Andrésar Jónssonar, stofnanda og eiganda Góðra samskipta
  • Ingva Jökuls Logasonar, framkvæmdastjóra HN

Í ár er bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita til félaga og áhugafólks í vefbransanum með tilnefningar til viðurkenninga fyrir vel unnin störf á seinasta ári.

Tilnefna til viðurkenninga