Flokkar

Fyrirkomulag

Íslensku vefverðlaunin 2016 verða veitt í 13 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Flokkar sem hægt er að tilnefna í:

 • Fyrirtækjavefur ársins (lítil og meðalstór fyrirtæki)
 • Fyrirtækjavefur ársins (stærri fyrirtæki, 50+)
 • Efnis- og fréttaveita ársins
 • Opinberi vefur ársins
 • Markaðsvefur ársins
 • App ársins
 • Vefapp ársins
 • Samfélagsvefur ársins
 • Vefverslun ársins
 • Innri vefur ársins
 • Vefkerfi ársins

Dómnefnd veitir þar að auki tvenn auka verðlaun fyrir vefi sem skara fram úr:

 • Hönnun og viðmót
 • Vefur ársins

Vefur ársins

Dómnefnd velur þann vef sem þykir fremstur meðal jafningja, en vefur ársins er að vanda valinn úr tilnefndum vefjum í neðangreindum flokkum.

Hönnun og viðmót

Dómnefnd velur þann vef sem þykir skara fram úr í samþættingu á góðu notendaviðmóti og góðri hönnun sem svo spilar vel með starfsemi fyrirtækisins eða vefsins sem um ræðir.

Val fólksins

Félagsmenn SVEF velja þann vef sem þeim þótti athyglisverðastur á árinu, valið er að mörgu leiti opið en leitast er við að finna vef sem þótti vera með áhugaverða nálgun á framsetningu efnis, notkun á tækni, uppbyggingu innihalds o.s.frv.

Í ár er bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita til félaga og áhugafólks í vefbransanum með tilnefningar til viðurkenninga fyrir vel unnin störf á árinu. Þetta árið verða eftirfarandi viðurkenningar veittar:

 • Vefhetja ársins
 • Opin hugbúnaður/verkefni ársins
 • Besti einstaklingsvefur
Tilnefna til viðurkenninga

Fyrirtækjavefur ársins

lítil og meðalstór fyrirtæki

Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn. Hér er átt við alla almenna upplýsingavefi sem kynna þjónustu og/eða vörur viðkomandi fyrirtækis.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Tix, Meniga og Nikita Clothing

Fyrirtækjavefur ársins

stærri fyrirtæki, 50+

Undir þennan flokk falla vefir fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Hér er átt við alla almenna upplýsingavefi sem kynna þjónustu og/eða vörur viðkomandi fyrirtækis.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Icelandair, Síminn og Orka Náttúrunnar

Efnis- og fréttaveita ársins

Undir þennan flokk falla t.d. fjölmiðlar, blogg og vefsamfélög. Hér er leitað eftir vef með afþreyingargildi, sem er skemmtilegur og/eða fróðlegur.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Stundin, Kjarninn, Mæðgurnar og RÚV

Opinberi vefur ársins

Undir þennan flokk falla vefir tengdir opinberum aðilum hér á landi. Þar má nefna ríki, sveitarfélög og alla tengda starfsemi.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Ísland.is, Vínbúðin, Lögreglan og MATÍS

Markaðsvefur ársins

Undir þennan flokk falla t.d. vefir sem tengjast markaðsherferðum. Litið verður til hugmyndar, nýnæmis, hönnunar, útfærslu, sérstöðu og árangurs.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Innri fegurð Bláa Lónsins, Iceland Airwaves vefur Landsbankans og Höldum fókus

App ársins

Undir þennan flokk falla smáforrit (native app) sem eru sérstaklega smíðuð fyrir snjalltæki (t.d. snjallsíma eða spjaldtölvur). Þar má nefna leiki, þjónustur, upplýsinga- og afþreyingarveitur.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Aur, Airwaves, Quizup og

Vefapp ársins

Undir þennan flokk falla vefir sem eru sérstaklega smíðaður til að vera notaðir á svipaðan/sambærilegan hátt og hefðbundin öpp, en í vafra.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Gengi.is, Quizup.com og Mappan

Samfélagsvefur ársins

Hét áður non-profit

Undir þennan flokk falla vefir sem hafa það að markmiði að bæta samfélagið á einn eða annan máta. Þar má m.a. telja vefsvæði góðgerðamála eða félagasamtaka.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Visindavefurinn, Hlaupastyrkur og Bréf til bjargar lífi

Vefverslun ársins

Undir þennan flokk falla vefir sem bjóða vörur og/eða þjónustu til sölu þar sem hægt er að ganga frá kaupum á netinu. Leitað er eftir vandaðri og skilmerkilegri uppsetningu á efni þar sem að kaupflæðið er einfalt, öruggt og hraðvirkt.

Innri vefur ársins

Undir þennan flokk falla þjónustusvæði sem hugsuð eru fyrir starfsmenn fyrirtækja, t.d. innri vefir.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Flugan (innri vefur Isavia), MyWork (innri vefur Icelandair) og Þjónustuvefur Mílu

Vefkerfi ársins

Undir þennan flokk falla þjónustusvæði sem hugsuð eru fyrir viðskiptavini fyrirtækja, þar sem innskráningar er krafist. Þjónustusvæði sem þessi bjóða gagnvirkar leiðir til að sækja þjónustu og vinna með upplýsingar.

Til þess að dómnefnd geti dæmt þess verkefni óskum við eftir að dómnefnd fái aðgang að viðkomandi vefkerfi eða að með innsendingu fylgi myndband sem sé lýsandi fyrir virkni kerfisins.

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið viðurkenningu í þessum flokki: Heilsuvera, Netbanki Landsbankans og Þjónustuvefur Símans

Í ár er bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita til félaga og áhugafólks í vefbransanum með tilnefningar til viðurkenninga fyrir vel unnin störf á seinasta ári.

Tilnefna til viðurkenninga