Tilnefningar

Vefur ársins

Dómnefnd velur þann vef sem þykir fremstur meðal jafningja, en vefur ársins er að vanda valinn úr tilnefndum vefjum í neðangreindum flokkum.

Sinfóníuhljómsveit ÍslandsHugsmiðjan

Dómnefnd átti í töluverðum erfiðleikum með að komast að niðurstöðu um hvaða vefur verðskuldaði titilinn besti íslenski vefurinn 2016. Þar sem keppnin um þennan titil var virkilega jöfn og hörð enda um marga góða vefi að ræða þetta árið.

Vefur ársins er svo sannarlega í takt við ímynd fyrirtækisins og styður hana vel. Vandað hefur verið til verka þvert á í öllu efni og er samspil þess afar vel útfært. Vefurinn veitir skemmtilegt innsæi í hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða með nýjum leiðum til að fanga athygli nýrra markhópa og kynslóða.

Á vef ársins slá allir þættir vefsins … í takt.

Hönnun & viðmót

Dómnefnd velur þann vef sem þykir skara fram úr í samþættingu á góðu notendaviðmóti og góðri hönnun sem svo spilar vel með starfsemi fyrirtækisins eða vefsins sem um ræðir.

ueno.

Frábær hönnun og notendaviðmót eru kjarninn í farsælu stafrænu verkefni. Framúrskarandi notendaviðmót snýst um skýrleika, stöðugleika og einfaldleika. Í ár vill dómnefndin sérstaklega verðlauna einn vef sem sýnir einmitt þetta, á svo fallegan hátt. Afraksturinn sýnir fram á framúrskarandi auga fyrir sjónrænum smáatriðum, einföldu leiðarkerfi, en um leið virkilega öfluga listræna stjórnun sem skapar einstaklega ljúfa notendaupplifun.

Fyrirtækjavefur ársins

stærri fyrirtæki, 50+

SjóváKosmos & Kaos og Vettvangur

Þessi vefur er gott dæmi um hvernig hægt er að taka nokkuð þurrt og tormelt viðfangsefni og setja það fram á einfaldan, skýran og áhugaverðan hátt. Notendaupplifunin er áreynslulaus, yfirsýn yfir helstu aðgerðir og þjónustu er til fyrirmyndar og myndefni og myndbönd glæði vefinn lífi. Þetta er endurhönnun og uppfærsla sem er til hreinnar fyrirmyndar.

Ársskýrsla Landsbankans 2015Landsbankinn, Jónsson & Le‘macks og Advania

Nýr vefur EimskipsSkapalón, Vettvangur og Funksjón vefráðgjöf

Reykjavik ExcursionsHugsmiðjan

Vörður tryggingafélagSendiráðið

Fyrirtækjavefur ársins

lítil og meðalstór fyrirtæki

Sinfóníuhljómsveit ÍslandsHugsmiðjan

Vefurinn er einstaklega stílhreinn, vel uppbyggður og styður virkilega vel við ímynd fyrirtækisins. Greinilega hefur verið unnið vel í texta, myndefni og myndböndum, og er samspil þessara þátta vel útfært. Segja má að með þessum vef hafi fyrirtækið ekki bara fært sig nær nútímanum heldur líka nær markhópi sínum og greitt aðgang hans að þjónustu sinni og vörum.

Kosmos & Kaos

Sendiráðið

Tix Miðasala

ueno.

Markaðsvefur ársins

Zero Financialueno.

Vel hannaður og stílhreinn vefur sem ber þess merki að nostrað hafi verið við hvert smáatriði. Framsetning efnis er frumleg og skemmtileg og einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Áhersla hefur verið lögð á að upplifunin sé ekki síðri á snjallsíma sem er einstaklega ánægjulegt. Hreyfigrafík er virkilega vel unnin og setur punktinn yfir i-ið þegar kemur að notendaupplifun.

Go DigitalKolibri

Iceland AcademySkapalón og Íslenska auglýsingastofan

Iceland AirwavesLandsbankinn, Jónsson & Le‘macks og Aranja

PrescribeWellnessueno.

Val fólksins

Félagsmenn SVEF velja þann vef sem þeim þótti athyglisverðastur á árinu, valið er að mörgu leiti opið en leitast er við að finna vef sem þótti vera með áhugaverða nálgun á framsetningu efnis, notkun á tækni, uppbyggingu innihalds o.s.frv.

SjóváKosmos & Kaos og Vettvangur

Viðurkenningar

Í ár var bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita til félaga og áhugafólks í vefbransanum með tilnefningar til viðurkenninga fyrir vel unnin störf á árinu. Þetta árið ákvað stjórnin að veita eftirfarandi viðurkenningar:

 • Vefhetja ársins
  • Jónatan Arnar Örlygsson
   … fyrir ötult starf í þágu menntunar á sviði vefiðnaðarins með Vefskólanum.
  • JSConf Iceland hópurinn
   … fyrir að koma alþjóðlegri ráðstefnu á litla Ísland með tilheyrandi fjölbreytileika og tækifærum fyrir vefiðnaðinn. Á bak við ráðstefnuna voru Axel Máni, Benedikt D Valdez Stefánsson, Berglind Ýr Karlsdóttir, Eiríkur Heiðar Nilsson, Friðþjófur Högni Stefánsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Ragnar Þór Valgeirsson, Svanhvít Jónsdóttir, Ægir Giraldo Þorsteinsson og Waleska Giraldo Þorsteinsson.
 • Opin hugbúnaður/verkefni ársins
  • tala.islensku
   … fyrir framúrstefnulega nálgun á uppflettingu á íslenskum orðum og beygingum, sem myndi, með leyfi Árnastofnunar, hjálpa við að efla íslenska tungu. David Blurton á heiðurinn að þessu framtaki.
  • APIs.is
   … verkefnið opnar gagnasöfn sem eru til staðar á netinu og gerir þau aðgengileg fyrir forritara á þægilegan hátt. Verkefnið fór af stað árið 2012 en á bak við það standa Kristján Ingi Mikaelsson, Benedikt D Valdez Stefánsson, Kristján Oddson og Kristjan Lund.
 • Einstaklingsvefur ársins

Vefkerfi ársins

FitSucccess fjarþjálfunFunksjón vefráðgjöf, Arnar Ólafsson (hönnun) og Sendiráðið (vefun og forritun)

Vefurinn er virkilega fallegur, vel hannaður og stútfullur af skemmtilegum fítusum. Allar aðgerðir eru skýrar sem gerir kerfið auðvelt í notkun fyrir bæði reynda og óreynda notendur. Ljóst er að mikil hugsun hefur farið í bæði hönnun og útfærslu sem skilar sér í ánægjulegri heildarupplifun. Vefurinn er kærkomin viðbót við flóru íslenskra vefja og kveikir í manni löngun til þess að gerast meðlimur og byrja á heilsuátaki.

Velkomin í viðskiptiArion banki og Kosmos & Kaos

Farsímabanki Landsbankans - L.isLandsbankinn

Netbanki einstaklingaLandsbankinn

Netbanki fyrirtækjaLandsbankinn

Innri vefur ársins

Þjónustuvefur LjósleiðaransKosmos & kaos og Koala ráðgjöf

Innri vefur er þjónustusvæði sem hugsað er fyrir starfsmenn fyrirtækja, hvort sem það sé til að miðla upplýsingum til starfsmanna eða þá vefur sem starfsmenn þarfnast í starfi við það að þjónusta starfsmenn eða viðskiptavini. Vefurinn sem vinnur þennan flokk er stílhreinn og fallegur vefur með öflugum tólum til að geta þjónustað viðskiptavini sína á einfaldan hátt. Starfsmenn ættu að geta þjónustað vel hjá Þjónustuvefur Ljósleiðarans.

Flugan - innri vefur IsaviaSendiráðið og Funksjón vefráðgjöf

Innranet Logos lögfræðistofuSendiráðið

Team 66Premis

Uppfærður innrivefur PóstsinsVettvangur

Vefverslun ársins

Tix Miðasala

Vefurinn hefur á skömmum tíma skipað sér í sess stærstu vefverslana landsins. Einfaldur, aðgengilegur og vandaður eru orð sem lýsa vefnum vel. Yfirlit yfir vöruframboð er gott og kaupflæðið hraðvirkt og áreiðanlegt frá upphafi til enda. Nýjungar eins og tengingar við hraðgreiðslur (greiðsluöpp) hafa mælst vel fyrir og áður óséð virkni við sætaval er ágætlega útfært.

BESTSELLER á ÍslandiVettvangur

HúsasmiðjanSendiráðið

Verve Wineueno.

Vefverslun IKEA

Vefapp ársins

Farsímabanki Landsbankans - L.isLandsbankinn

Vefapp ársins er eitt öflugasta vefappið um þessar mundir. Eigendur þess hafa skýra stefnu að byggja upp vefapp frekar en app, þjónustufulltrúum þess til mikillar ánægju. Vefappið er ríkt af eiginleikum og með þægilegu viðmóti sem hentar slíku tóli. Það fær reglulega mikla ást og er uppfært af miklum móði. Það virkar einstaklega vel á snjallsímum og spjaldtölvum.

Betri ReykjavíkÍbúar SES og Reykjavíkurborg

HíbýliSölvi Logason og Halldór Bjarni Þórhallsson

Innranet Logos lögfræðistofuSendiráðið

SprotarnirLandsbankinn, Aranja, Kári Gunnarsson og Felix Bergsson

App ársins

KassMemento Payments

Apps ársins er eitt af mörgum öppum á Íslandi í dag sem vilja einfalda peningalíf landsmanna. Appið er stílhreint og með skýrt viðmót sem sækir innblástur í viðmót Snapchats. Á snöggan máta er hægt að koma upp greiðslumiðlun einkalífsins. Appið getur tekið mynd af reikningi og skipt honum til að rukka vini þína. Og nýjasta nýtt, appið getur keypt miða hjá Tix.is.

Aur PosiStokkur Software ehf.

Íslandsbanka AppiðÍslandsbanki og Kolibri

Strætó appStokkur Software ehf.

WOW appiðStokkur Software ehf.

Opinberi vefur ársins

Nýr vefur HafnarfjarðarbæjarHugsmiðjan og Funksjón vefráðgjöf

Hlutverk opinberra vefja er að veita upplýsingar og þjónustu. Það er mat dómnefndar að virkilega vel hafi tekist til með opinberan vef ársins. Hann er einfaldur og auðveldur í notkun, hann er vel upp byggður og leiðarkerfið skýrt. Aðaláherslan er lögð á að mæta þörfum markhópsins, en helstu aðgerðir eru dregnar fram og jafnframt öflug leit í forgrunni.

EinkaleyfastofanKosmos & Kaos

KópavogsbærStefna

Nýr vefur ÍslandsstofuKosmos & Kaos og DaCoda

VeiturKosmos & Kaos

Efnis- og fréttaveita ársins

Umræðan – Umræðuvefur LandsbankansLandsbankinn, Jónsson & Le‘Macks og Advania

Innsendingar í þennan flokk voru mjög fjölbreyttar og ólíkar, en það var álit dómnefndar að ein þeirra skar sig greinilega úr hvað varðar hnitmiðaða og skýra framsetningu efnis. Þó að efnið sjálft sé að mörgu leiti fyrir tiltölulega þröngan markhóp, þá er ekki hægt að líta fram hjá því að þessi vefur er einstaklega stílhreinn, auðveldur í lestri og virkilega vel útfærður.

HmagasinHugsmiðjan

K100 útvarpsstöðSendiráðið

NútíminnFálki útgáfa og Guðmundur Sigursteinn Jónsson forritari

TímamótHugsmiðjan og Döðlur

Samfélagsvefur ársins

Krabbameinsfélag ÍslandsHugsmiðjan

Þegar vefur fjallar um alvarleg málefni þá er mikilvægt að framsetning, viðmót og flæði sé einfalt og inni á milli skemmtilega útfært. Sigurvegaranum tekst frábærlega til með að gera fræðslu, ráðgjöf og almennar upplýsingar á aðgengilegan hátt á vef sem margir gætu þurft að nýta sér á eitthverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Þetta er mikilvægur vefur sem kemur frá sér viðkvæmu málefni á skýran máta.

Alvogen - samfélagsverkefniSkapalón

Nýr vefur Rauða krossins á ÍslandiHugsmiðjan

Spurt og svarað um áliðnaðinnStefna og Jónsson & Le‘macks

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðraStefna og 1xINTERNET

Í ár er bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita til félaga og áhugafólks í vefbransanum með tilnefningar til viðurkenninga fyrir vel unnin störf á seinasta ári.

Tilnefna til viðurkenninga