Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending

Íslensku vefverðlaunin verða haldin föstudaginn 26. janúar 2018 við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu. Gleðin byrjar með fordrykk og léttum veitingum kl. 17:30 en verðlaunaafhendingin hefst stundvíslega kl. 18:00.

Allir félagar í SVEF fá frítt inn að vanda en aðrir þurfa að borga 4.900 kr. til að mæta kostnaði. Að þessu sinni verður nauðsynlegt að skrá sig:

Skrá mig á verðlaunaafhendingu

Hægt verður að taka frá hringborð fyrir fyrirtæki með marga gesti. Hvert borð tekur 8 manns. Vín er val, en er keypt beint af Hörpu. Tekið er með pöntunum í gegnum tölvupóst og verður allt tilbúið við komu.

Hægt er að velja um eftirfarandi fyrir borð (2 drykkir á mann):

  • 2 léttvínsflöskur (hvítt/rautt) og 6 bjórar 19.000 kr.
  • 1 léttvínsflaska (hvítt/rautt) og 11 bjórar 18.000 kr.
  • 16 bjórar 17.000 kr.

Til að panta fyrir hópa skal senda póst á svef@svef.is með subjectinu #pant. Nauðsynlegt er að símanúmer fylgi vegna kortagreiðslu ef kaupa á vín. Borðapantanir þurfa að hafa borist miðvikudaginn 24. janúar kl. 12.

Styrktaraðilar